Enski boltinn

Manchester City heldur fram sakleysi sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola og lærisveinar hans ættu að vera fagna enska meistaratitlinum í dag en ekki að hafa áhyggjur af því að vera að missa sæti sitt í Meistaradeildinni.
Pep Guardiola og lærisveinar hans ættu að vera fagna enska meistaratitlinum í dag en ekki að hafa áhyggjur af því að vera að missa sæti sitt í Meistaradeildinni. Getty/Michael Regan
Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA.

Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur.

Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi.

UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.





Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli.

Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City.

Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn.


Tengdar fréttir

Vilja City í bann frá Meistaradeildinni

Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×