Enski boltinn

Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Getty/Craig Mercer

Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu.

Manchester City er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri í ensku úrvalsdeildinni en bandaríska blaðið New York Times sagði frá því að UEFA sé að íhuga að banna Manchester City að taka þátt í Meistaradeildinni 2019-2020.

Ástæðan er sögðu vera að Manchester City gaf ekki knattspyrnuyfirvöldum upp réttar upplýsingar hvað varðar eyðslu félagsins og meðal refsinga sem eru nú í umræðunni er að henda liðinu út úr Meistaradeildinni.

UEFA þarf að taka endanlega ákvörðun fyrir júní eða áður en forkeppni Meistaradeildarinnar 2019-20 fer af stað.Nú er stóra spurningin hvort eitthvað annað enskt lið fái að taka sæti Manchester City í Meistaradeildinni fari svo að lærisveinum Pep Guardiola verði hent úr keppni.

Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll búin að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni með því að vera í sætum tvö til fjögur í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal á líka möguleika á að bætast í hópinn takist liðinu að vinna Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Tapi Arsenal þessum úrslitaleik í Bakú þá er samt ekki öll von úti enn. Lærisveinar Unai Emery gætu mögulega fengið sæti City af því að Arsenal-liðið endaði í fimmta sæti.

Mirror fjallar um málið og veltir því líka upp að sætið gæti mögulega farið alla leið til Manchester United sem endaði í sjötta sætinu. Það gæti mögulega verið niðurstaðan ef City verði hent út og Arsenal kemst inn með því að vinna Meistaradeildina.Svo gæti samt farið að UEFA líta svo á að ensku úrvalsdeildinni verði líka refsað fyrir brot Manchester City og að England missi því eitt af sætum sínum í Meistaradeildinni. Það fari þá til Spánar, Þýskalands, Ítalíu eða Frakklands.

Manchester United átti möguleika á að komast í Meistaradeildina en sú von varð að engu eftir að lærisveinum Ole Gunnar Solskjær mistókst að vinna leik í síðustu fimm umferðunum.

Það væri því ótrúleg lukka fyrir United-menn ef við fengjum að sjá Meistaradeildarfótbolta á Old Trafford næsta vetur þrátt fyrir þennan slaka endasprett.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.