Íslenski boltinn

Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin getur ekki farið frá Val fyrr en 1. júlí.
Gary Martin getur ekki farið frá Val fyrr en 1. júlí. vísir/daníel þór
Dramatíkin í kringum Gary Martin og Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta virðist engan enda ætla að taka en Valsmönnum tókst ekki að losna við hann í gær á lokadegi félagaskipta.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, tjáði 433.is að hann vildi losna við Gary Martin sem hann segir ekki passa inn í leikstíl liðsins en Ólafur sagði svo við Vísi í gær að hann vissi ekki hvort enski framherjinn yrði leikmaður Vals eftir að glugganum yrði lokað.

Valsmenn sitja uppi með Gary til 1. júlí að minnsta kosti þegar að glugginn verður opnaður aftur en hann virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Ólafi Jóhannessyni sem vildi ekki að hann æfði með liðinu í gær.Samkvæmt heimildum Fótbolti.net var Gary meinað að æfa með Val í gær og tók því eðlilega ekki þátt í síðustu æfingu Íslandsmeistaranna fyrir stórleik kvöldsins gegn Fylki í Árbænum. Það má því fastlega búast við því að Englendingurinn verði ekki í hóp hjá Val í kvöld.Valsmenn buðu Stjörnumönnum Gary í skiptum fyrir Guðmund Stein Hafsteinsson en Garðbæingar afþökkuðu það boð. Sjálfur sagði Gary í viðtali við Vísi í gær að hann ætlaði að berjast fyrir sínu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Börkur: Höfum ekki verið að vinna í því að selja Martin

Forráðamenn Vals halda þétt að sér spilunum í dag og tjá sig ekki mikið um framtíð framherjans Gary Martin. Ólafur Jóhannesson þjálfari vildi ekkert segja við Vísi í morgun og ekki fékkst mikið meira upp úr formanni knattspyrnudeildar, Berki Edvardssyni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.