Íslenski boltinn

„Á ekki að koma Valsmönnum á óvart að Gary Martin sé pínu krefjandi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gary Martin er ekki vandamálið hjá Val segir Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur. Greinilegt sé að Ólafur Jóhannesson viti ekki hvað er besta byrjunarlið hans.Í gær gaf Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, út að Gary Martin mætti leita sér annars félags, en enski framherjinn skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana í vetur.Martin hefur skorað tvö mörk í þremur deildarleikjum fyrir Val í Pepsi Max deildinni til þessa.„Gary Martin er nákvæmlega eins og hann hefur alltaf verið frá því hann kom fyrst til Íslands,“ sagði Hjörvar Hafliðason í kvöldfréttum Stöðvar 2.„Það á ekkert að koma Valsmönnum á óvart að hann sé pínu krefjandi, þeir vissu alveg hvað þeir voru að fá.“Íslandsmeistararnir eru með eitt stig eftir þrjár umferðir og eru dottnir úr leik í bikarnum. Er krísa á Hlíðarenda?„Nei, en þetta er búið að vera mjög slakt.“„Þeir eru búnir að nota 18 leikmenn, það eru rosalega margir leikmenn í þrjá leiki. Það segir okkur eitt, að þjálfarinn veit ekkert hvaða lið hann á að nota.“„En ef einhver getur fundið út úr því er það Ólafur Jóhannesson,“ sagði Hjörvar Hafliðason.Valur mætir Fylki í fjórðu umferð Pepsi Max deildarinnar annað kvöld, en umferðin hófst með þremur leikjum í kvöld.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Börkur: Höfum ekki verið að vinna í því að selja Martin

Forráðamenn Vals halda þétt að sér spilunum í dag og tjá sig ekki mikið um framtíð framherjans Gary Martin. Ólafur Jóhannesson þjálfari vildi ekkert segja við Vísi í morgun og ekki fékkst mikið meira upp úr formanni knattspyrnudeildar, Berki Edvardssyni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.