Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2019 22:30 Sebastian Kurz, kanslari Þýskalands. AP/Michael Gruber Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04