Erlent

Guð og lukkan bjargaði hundruð mannslífa páskadaginn örlagaríka

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt.
Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. Vísir/ap
Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt.

Azar kom að lokuðum dyrum dómkirkju heilgrar Maríu klukkan 8.30. Joseph Ponniah, prestur kirkjunnar, greindi honum frá því að messunni væri lokið og gestirnir farnir til síns heima. „Það var þá sem hann hélt til næstu kirkju,“ segir Ponniah um samskipti sín við Azar sem reyndist vera hryðjuverkamaður.

Hundruð kirkjugesta sóttu guðsþjónustu í dómkirkju heilagrar Maríu í Batticaloa í austurhluta Sri Lanka. Rúmlega 250 létust í samhæfðum sprengju og skotárásum á þrjár kirkjur og þrjú hótel á Sri Lanka á páskadag. Stjórnvöld telja að íslamska vígasveitin NTJ beri ábyrgð á voðaverkunum.

Þrátt fyrir að tímamisskilningur Azars kæmi í veg fyrir mögulegt mannfall í dómkirkju heilagrar Maríu umræddan dag reyndist hann hafa hörmungar í för með sér fyrir evangelískan söfnuð Zion kirkjunnar en þegar dómkirkja heilagrar Maríu rann Azar úr greipum beindi hann næst sjónum sínum að Zion kirkjunni.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem fréttastofa CNN hefur undir höndum sýna Azar á gangi klukkan 08.51 eftir að honum var meinaður aðgangur í dómkirkju heilagrar Maríu. Upptökurnar sýna Azar klæddan bleikum pólóbol og íþróttabuxum með stærðarinnar bláan bakpoka á sér áþekkan þeim sem hinir hryðjuverkamennirnir notuðu í grimmdarverkum sínum.

Þúsundir barna á svæðinu vegna sunnudagaskólans

Þúsundir barna höfðu nýlokið við sunnudagaskóla þegar Azar bar að garði og flest barnanna höfðu farið út úr kirkjunni til að gæða sér á morgunmat í pásunni sem var á kirkjudagskránni á milli sunnudagaskólans og páskamessunnar sem hófst klukkan 09.00.



Þegar Azar nálgaðist anddyri kirkjunnar, og hugðist bregða sér inn fyrir í þeim tilgangi að valda sem mestum skaða, var honum meinaður aðgangur. Tveir starfsmenn kirkjunnar Ramesh Raju og Rasalingam Sasikumar, fannst hann líta grunsamlega út og reyndu að aftra því að hann kæmist inn í kirkjuna.

Azar var spurður hvers vegna hann hefði stærðarinnar bakpoka meðferðis í páskamessu en hann svaraði um hæl að hann hefði í hyggju að mynda páskamessuna og að myndavélabúnaður væri í bakpokanum. Starfsmenn kirkjunnar voru langt því frá sannfærðir og sögðust þurfa leyfi prestsins fyrir upptökum.

Það var þá sem Azar gerði sér grein fyrir að hann kæmist ekki inn í kirkjuna möglunarlaust þar sem 500 kirkjugestir voru búnir að koma sér fyrir og ákvað að virkja sprengjuna þar sem hann stóð við anddyri hennar með þeim afleiðingum að 29 létu lífið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×