Innlent

Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá minningarathöfn um fórnarlömb árásanna í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær.
Frá minningarathöfn um fórnarlömb árásanna í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær. Getty/Carl Court
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa bannað fólki að hylja andlit sitt á almannafæri og tekur bannið gildi strax í dag. Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust.

Forseti landsins vísaði til neyðarlaga sem nú gildi í landinu þegar tilkynnt var um bannið en það mun einnig ná til múslimskra kvenna sem nota slæður eða búrkur.

Múslimar eru í minnihluta á Sri Lanka, eða um tíu prósent mannfjöldans, og aðeins lítill hluti þeirra hylur andlit sitt á almannafæri. Lögreglan leitar nú stuðningsmanna Íslamska ríkisins í landinu sen samtökin segjast hafa staðið á bak við árásirnar. Tugir hafa verið handteknir.


Tengdar fréttir

Hyggst ekki segja af sér

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur ekki í huga að segja af sér. Ítarlega hefur verið fjallað um það undanfarna daga að srílanska leyniþjónustan fékk upplýsingar um að hryðjuverkaárásir gætu verið yfirvofandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×