Enski boltinn

City að kaupa portúgalskan miðjumann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno í stórsigri Sporting á dögunum.
Bruno í stórsigri Sporting á dögunum. vísir/getty
Manchester City eru nálægt því að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum, Bruno Fernandes, frá Sporting en Sky Sports greinir frá þessu í kvöld.

Kaupverðið er talið vera á milli 50 til 60 milljónir punda en portúgalski landsliðsmaðurinn er sagður ólmur vilja ganga í raðir ensku meistaranna.

City hugsar Bruno sem væntanlegan arftaka Fernandinho en Bruno er einungis 24 ára gamall. Fernandinho varð 34 um helgina og er á leið á sitt síðasta ár af samningi sínum hjá City.







Fernandes hefur verið talinn eitt besta efni Portúgala síðustu ár en félög eins og Atletico Madrid og West Ham voru talin áhugasöm um kappann síðasta sumar.

Hann vakti athygli á HM síðasta sumar áður en Portúgal var slegið út af Úrúgvæ í 16-liða úrslitunum. Hann hefur skorað 22 mörk í 39 leikjum á leiktíðinni en hann er uppalinn hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×