Enski boltinn

„Þetta var dýfa upp á 9,9 í einkunn ekki satt?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neil Warnock á hliðarlínunni í dag
Neil Warnock á hliðarlínunni í dag vísir/getty

Vítaspyrnan sem Mohamed Salah fékk í leik Cardiff og Liverpool í dag þótti nokkuð ódýr og hrósaði knattspyrnustjóri Cardiff, Neil Warnock, Salah fyrir frábæra dýfu.

„Við gerðum mjög vel á móti liði sem hefur enga veikleika. Þeir eru í hæsta gæðaflokki á öllum stöðum vallarins. Ég var heilt yfir ánægður með mína menn,“ sagði Warnock eftir leikinn sem Liverpool vann 2-0.

„Mér fannst Andrew Robertson hafa togað í Sean Morrison þegar hann var í hreinu marktækifæri og svo fékk hann dæmt á sig víti sem hann hefði ekki þurft að gefa.“

„Þetta var dýfa upp á 9,9 í einkunn ekki satt?“

„Það hefur verið togað í Morrison frá toppi til táar allt tímabilið og aldrei hefur hann fengið víti.“

Cardiff er enn í fallsæti, er þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir.

„Við eigum þrjá erfiða leiki eftir. Við þurfum að fá hlutina til þess að falla með okkur en við berjumst til enda og stuðningsmennirnir fylgja okkur enn.“
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.