Enski boltinn

De Bruyne missir líklega af grannaslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne í vetur
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne í vetur vísir/getty

Pep Guardiola óttast að Kevin de Bruyne verði ekki tilbúinn til þess að mæta Manchester United í vikunni en hann fór meiddur af velli í sigri Manchester City á Tottenham í gær.

De Bruyne hefur nú þegar þurft að sitja hjá í vetur vegna tvennra hnémeiðsla. Í þetta skiptið eru það meiðsli aftan í læri sem virðast ótengd hnémeiðslunum.

„Ég talaði ekki við hann né læknana, en þetta eru vöðvameiðsli svo ég held hann missi af næsta leik,“ sagði Guardiola.

Manchester City er enn að elta Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn en City á þó leik til góða, sá leikur er viðureignin við Manchester United á miðvikudag.

Vinni City þann leik eru ríkjandi meistararnir komnir í bílstjórasætið fyrir síðustu þrjár umferðir deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.