Enski boltinn

Vítaspyrnan sem Salah fékk hárréttur dómur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fær vítaspyrnuna í gær.
Salah fær vítaspyrnuna í gær. vísir/getty
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að vítaspyrnan sem Liverpool fékk gegn Cardiff í gær hafi verið hárréttur dómur.Dermot dæmdi í ensku úrvalsdeildinni í fimmtán ár. Hann bryrjaði að dæma þar 1992 en lagði flautuna á hilluna fimmtán árum síðar. Hann var FIFA dómari í átta ár, frá 1994-2002.Eftir að hann lagði flautuna á hilluna hefur hann verið álitsgjafi Sky Sports um dómgæslu og í nýjustu útgáfunni segir hann að vítaspyrnan sem Liverpool fékk í gær hafi verið rétt.„Mér finnst þetta vera brot og vítaspyrna. Ef þú vefur höndunum kringum leikmann eins og hann gerði ertu að taka áhættu,“ skrifaði Gallagher í umsögn sinni um atvikið.Neil Warnock, stjóri Cardiff, gaf Salah 9,9 í einkunn fyrir dýfuna í atvikinu en sagði samt sem áður að Morrison hafi einnig tekið áhættu að grípa um Salah. Gallagher er sammála því.„Hann hélt þeim lengi þarna og ég held að dómarinn hafi ekki getað gert neitt annað en að dæma brot. Hann þurfti ekki að bíða eftir að hann fór niður.“„Ég held að þegar Morrison grípur utan um hann er hann að taka áhættu. Ég held að dómarinn hafi getað dæmt vítið aðeins fyrr. Þetta er víti og það er enginn spurning,“ sagði Gallagher.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.