Erlent

Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag.
Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Win McNamee
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump.

„Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans.

Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni.

„Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni.

Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir.

Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot.

„Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag.


Tengdar fréttir

Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina

Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan.

Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta

Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans.

Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×