Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 20:30 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent