Enski boltinn

„Of miklar tilfinningar“ hjá Sarri sem sendi Zola í viðtölin eftir jafnteflið gegn Burnley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zola og Sarri í látunum í leikslok.
Zola og Sarri í látunum í leikslok. vísir/getty
Það var enginn Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, sem mætti í viðtöl eftir að Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Burnley í enska boltanum í kvöld.

Sarri var vísað upp í stúku af dómara leiksins, Kevin Friend, undir lok leiksins eftir að hafa farið langt út fyrir boðvanginn, þar sem þjálfarar eiga að halda sig.

Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, mætti í viðtölin eftir leikinn og sagði hann að það væru of miklar tilfinningar hjá Sarri til þess að hann myndi mæta í viðtöl.

„Við vorum ósáttir. Það voru of miklar tafir. Fimm mínútur í uppbótartíma var ekki nóg. Við vorum að vonast eftir einhverju meira,“ sagði Zola við BBC í leikslok.

„Við bjuggumst við erfiðum leik en ekki svona miklum töfum. Við bjuggumst við að dómarinn myndi gefa meiri tíma í uppbótartíma og það er ástæðan fyrir því að við erum ósáttir.“

„Sarri var mjög ósáttur því hann heyrði ekki góða hluti um sig frá bekknum hjá Burnley. Eina ástæðan fyrir því að hann labbaði þarna yfir var til þess að fá leikmenn í sínar stöður.“

„Hann var að hjálpa dómaranum. Kevin rangtúlkaði þetta og ég er mjög ósáttur með þetta því Sarri vildi hjálpa honum,“ sagði ósáttur Zola.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×