Enski boltinn

Luiz: Burnley spilaði ekki fótbolta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luiz í baráttunni í gær
Luiz í baráttunni í gær vísir/getty

David Luiz var ekki sáttur við fótboltann sem lið Burnley spilaði í gærkvöld. Chelsea og Burnley gerðu 2-2 jafntefli á Stamford Bridge.

Gestirnir frá Burnley voru þéttir til baka í varnarleiknum og átti Chelsea erfitt með að finna opnanir á vörninni og skora sigurmarkið.

Liðsmenn Chelsea voru ekki sáttir, Maurizio Sarri var sendur upp í stúku eftir mótmæli og Antonio Rudiger, sem var ekki í leikmannahópi Chelsea, sást rífast við starfsmann Burnley eftir leikinn.

„Við reyndum allt sem við gátum til þess að vinna en það er erfitt að spila við lið sem fékk tvö færi og skoraði tvö mörk en vildu ekki spila fótbolta,“ sagði varnarmaðurinn Luiz eftir leikinn.

Burnley var aðeins 24 prósent með boltann og leyfði Chelsea eiga 22 skot í átt að marki.

„Fyrir mér er dómarinn með völdin á vellinum en þegar hann er ekki að skoða hvað hann þarf að gera þá er þetta erfitt.“

„Þeir reyndu að eyða tíma frá fyrstu mínútu leiksins og svo var þetta „anti-fótbolti“ sem er erfitt að spila gegn.“

Þrátt fyrir jafnteflið komst Chelsea upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.