Enski boltinn

Enginn leikmaður Everton safnað fleiri stigum í Fantasy en Gylfi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu um helgina.
Gylfi fagnar marki sínu um helgina. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið á kostum í liði Everton á leiktíðinni en hann hélt uppteknum hætti gegn Manchester United um helgina.

Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp fjórða mark Everton fyrir Theo Walcott í 4-0 sigri þeirra bláklæddu á lánlausu liði Manchester United á sunnudaginn.

Sky Sports tekur saman Fantasy-lið vikunnar eftir hverja umferð en Fantasy er skemmtilegur stjóraleikur í kringum enska boltann. Gylfi er þar í liði umferðarinnar þessa vikuna.

„181 stig Gylfa í Fantasy eru meira en nokkur Everton leikmaður hefur fengið í ár en þessi stig hafa komið frá þrettán mörkum, fimm stoðsendingum og verið fimm sinnum maður leiksins,“ skrifar í umsögninni um Gylfa.

Fantasy-lið vikunnar:
Sergio Rico - 15 stig

Joel Matip - 15 stig
Shane Duffy - 12 stig
Conor Coady - 10 stig
Ryan Bennett - 10 stig
Lucas Digne - 14 stig

Gylfi Sigurðsson - 16 stig
Gerard Deulofeu - 21 stig
Michail Antonio - 13 stig

Christian Benteke - 10 stig
Ayoze Perez - 24 stig


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.