Guardiola: Leikmenn United vilja vinna sama hvað stuðningsmennirnir segja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:30 Leikmenn United þurfa að bregðast við tapinu á sunnudaginn vísir/getty Pep Guardiola hefur ekki trú á því að leikmenn Manchester United muni hlusta á stuðningsmenn liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City í kvöld. Stórleikur Manchesterliðanna í kvöld verður að öllum líkindum leikurinn sem ræður því hvort Liverpool eða Manchester City verður Englandsmeistari. Liverpool er á toppnum með 88 stig og 35 leiki spilaða. Manchester City er í öðru sæti með 86 stig og 34 leiki spilaða. Leikurinn sem City á inni er leikurinn gegn United í kvöld. Liverpool á eftir leiki gegn botnliði Huddersfield, útileik gegn Newcastle og klárar tímabilið á heimaleik gegn Wolves. City á eftir útileik gegn Burnley, heimaleik gegn Leicester og útileik gegn Brighton á lokadeginum. Toppliðin í deildinni eiga að geta unnið alla þessa leiki án mikilla vandræða, þó enska úrvalsdeildin hafi sýnt það í gegnum tíðina að allir geti unnið alla. Þessi staða hefur sett marga stuðningsmenn Manchester United í erfiða stöðu. Þeir vilja að sjálfsögðu sjá sitt lið vinna, hvað þá grannaslagi við bláu nágrannana sem hafa tekið sviðsljósið síðustu ár, en í huga margra er Liverpool meiri óvinur heldur en Manchester City. Þess vegna hafa sumir stuðningsmenn United sagt að þeir vilji taka á sig tap fyrir City til þess að koma í veg fyrir að Liverpool fagni titlinum. „Ég skil stuðningsmennina. Þegar ég hugsa um Barcelona og Real Madrid eða aðra stóra fjendur þá er þetta eðlilegt,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. „En stuðningsmennirnir geta sagt hvað sem þeir vilja, þeir spila ekki leikinn. Leikmennirnir gera það og þeir vilja alltaf vinna og skila góðri frammistöðu.“ Það er ekki eins og leikurinn sé tilgangslaus fyrir Manchester United, að öðru leiti en að setja stein í götu erkifjendanna, liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og var niðurlægt af Everton um síðustu helgi. „Þeir munu vilja bregðast við tapinu. Þeir eru mannlegir, þeir eru atvinnumenn og þeir eru stoltir.“ „Ég hef bara verið þrjú ár hér svo ég þekki sögu Manchester City ekki það vel en það er aldrei auðvelt að fara á Old Trafford og það verður ekkert öðruvísi núna.“ Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Pep Guardiola hefur ekki trú á því að leikmenn Manchester United muni hlusta á stuðningsmenn liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City í kvöld. Stórleikur Manchesterliðanna í kvöld verður að öllum líkindum leikurinn sem ræður því hvort Liverpool eða Manchester City verður Englandsmeistari. Liverpool er á toppnum með 88 stig og 35 leiki spilaða. Manchester City er í öðru sæti með 86 stig og 34 leiki spilaða. Leikurinn sem City á inni er leikurinn gegn United í kvöld. Liverpool á eftir leiki gegn botnliði Huddersfield, útileik gegn Newcastle og klárar tímabilið á heimaleik gegn Wolves. City á eftir útileik gegn Burnley, heimaleik gegn Leicester og útileik gegn Brighton á lokadeginum. Toppliðin í deildinni eiga að geta unnið alla þessa leiki án mikilla vandræða, þó enska úrvalsdeildin hafi sýnt það í gegnum tíðina að allir geti unnið alla. Þessi staða hefur sett marga stuðningsmenn Manchester United í erfiða stöðu. Þeir vilja að sjálfsögðu sjá sitt lið vinna, hvað þá grannaslagi við bláu nágrannana sem hafa tekið sviðsljósið síðustu ár, en í huga margra er Liverpool meiri óvinur heldur en Manchester City. Þess vegna hafa sumir stuðningsmenn United sagt að þeir vilji taka á sig tap fyrir City til þess að koma í veg fyrir að Liverpool fagni titlinum. „Ég skil stuðningsmennina. Þegar ég hugsa um Barcelona og Real Madrid eða aðra stóra fjendur þá er þetta eðlilegt,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. „En stuðningsmennirnir geta sagt hvað sem þeir vilja, þeir spila ekki leikinn. Leikmennirnir gera það og þeir vilja alltaf vinna og skila góðri frammistöðu.“ Það er ekki eins og leikurinn sé tilgangslaus fyrir Manchester United, að öðru leiti en að setja stein í götu erkifjendanna, liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og var niðurlægt af Everton um síðustu helgi. „Þeir munu vilja bregðast við tapinu. Þeir eru mannlegir, þeir eru atvinnumenn og þeir eru stoltir.“ „Ég hef bara verið þrjú ár hér svo ég þekki sögu Manchester City ekki það vel en það er aldrei auðvelt að fara á Old Trafford og það verður ekkert öðruvísi núna.“ Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira