Enski boltinn

Grátlegt jafntefli hjá Guðmundi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur í leik með Norrköping.
Guðmundur í leik með Norrköping. vísir/getty

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Simon Skrabb kom Norrköping yfir á 40. mínútu og allt stefndi í sigur Norrköping en topplið Djurgården jafnaði metin í uppbótartíma með marki Erik Berg.

Norrköping er í tíunda sætinu með einungis einn sigur í fyrstu fimm leikjunum og þrjú jafntefli. Djurgården er á toppnum með ellefu stig.

Í Hollandi spilaði Mikael Anderson síðasta stundarfjórðunginn fyrir Excelsior sem tapaði 3-1 fyrir ADO Den Haag á útivelli. Elías Már Ómarsson var enn og aftur ónotaður varamaður.

Excelsior er í bullandi fallbaráttu. Liðið er í sautjánda sæti, sem er umspilssæti, og eru þeir fimm stigum frá öruggu sæti er tvær umferðir eru eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.