Enski boltinn

Grátlegt jafntefli hjá Guðmundi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur í leik með Norrköping.
Guðmundur í leik með Norrköping. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Simon Skrabb kom Norrköping yfir á 40. mínútu og allt stefndi í sigur Norrköping en topplið Djurgården jafnaði metin í uppbótartíma með marki Erik Berg.

Norrköping er í tíunda sætinu með einungis einn sigur í fyrstu fimm leikjunum og þrjú jafntefli. Djurgården er á toppnum með ellefu stig.

Í Hollandi spilaði Mikael Anderson síðasta stundarfjórðunginn fyrir Excelsior sem tapaði 3-1 fyrir ADO Den Haag á útivelli. Elías Már Ómarsson var enn og aftur ónotaður varamaður.

Excelsior er í bullandi fallbaráttu. Liðið er í sautjánda sæti, sem er umspilssæti, og eru þeir fimm stigum frá öruggu sæti er tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×