Enski boltinn

Sterling verðlaunaður fyrir baráttuna gegn kynþáttafordómum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling með verðlaunagripinn.
Sterling með verðlaunagripinn. vísir/getty

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, fékk í kvöld viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn kynþáttafordómum.

„Þú verður að ganga á undan með góðu fordæmi fyrir næstu kynslóð,“ sagði Sterling er hann tók við verðlaununum á galakvöldi BT Sport.

Enski landsliðsmaðurinn hefur látið til sín taka í baráttunni gegn kynþáttafordómum og gengið vasklega fram í þeim efnum.

Sterling hefur til að mynda kallað eftir því að refsingar fyrir kynþáttafordóma verði hertar.

Sterling hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á ferlinum, m.a. í leik Englands og Svartfjallalands í síðasta mánuði.

Sterling og félagar hans í Manchester City eru með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City mætir Burnley í næsta leik sínum á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

„Stuttermabolir og samfélagsmiðlar munu ekki breyta neinu“

Tímabilið í ár býður upp á eina mest spennandi titilbaráttu sem sést hefur í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni. Einn af lykilmönnunum í þessari baráttu er Raheem Sterling en hann hefur þó verið meira áberandi í annari baráttu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.