Enski boltinn

Sterling borgar fyrir jarðaför ungs drengs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling fagnar marki í sigri á Tékkum.
Sterling fagnar marki í sigri á Tékkum. vísir/getty
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, mun borga fyrir jarðaför Damary Dawkins sem lést einungis þrettán ára gamall í síðasta mánuði.Dawkins barðist við hvítblæði en hann lék með yngri liðum Crystal Palace. Sterling hefur fylgst lengi með Damary og stóð meðal annars að söfnun fyrir hann.Í síðasta mánuði skoraði Sterling í 5-0 sigri Englands á Tékklandi og þá lyfti hann upp treyju sinni. Undir var hann í bol með mynd af sér og Damary.„Damary var sérstakur ungur maður sem snerti líf margra, þar á meðal mitt,“ sagði Sterling sem stefnir á því að mæta í jarðaför Damary sem fer fram á föstudaginn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.