Enski boltinn

Paul Pogba í liði ársins á Englandi: Sex frá City og fjórir frá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í leiknum gegn City í gær.
Pogba í leiknum gegn City í gær. vísir/getty

Daily Mail uppljóstraði í gærkvöldi að Virgil van Dijk hafði unnið kosninguna sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Ásamt því að uppljóstra því þá sögðu þeir einnig frá því hvaða ellefu leikmenn eru í úrvalsliði enska boltans þetta tímabilið og það kemur nokkuð á óvart.

Paul Pogba er á meðal þeirra ellefu sem eru í liðinu en hann er eini leikmaðurinn fyrir utan leikmenn Manchester City og Liverpool sem kemst í liðið.

Tilkynnt verður um lið ársins á föstudaginn en Daily Mail tók forskot á sæluna og greindi frá því í gærkvöldi. Liðið má sjá hér að neðan.

Lið tímabilsins:
Ederson

Andrew Robertson
Virgil van Dijk
Aymeric Laporte
Trent Alexander-Arnold

Bernardo Silva
Fernadinho
Paul Pogba

Sadio Mane
Sergio Aguero
Raheem SterlingAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.