Enski boltinn

Paul Pogba í liði ársins á Englandi: Sex frá City og fjórir frá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í leiknum gegn City í gær.
Pogba í leiknum gegn City í gær. vísir/getty
Daily Mail uppljóstraði í gærkvöldi að Virgil van Dijk hafði unnið kosninguna sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.Ásamt því að uppljóstra því þá sögðu þeir einnig frá því hvaða ellefu leikmenn eru í úrvalsliði enska boltans þetta tímabilið og það kemur nokkuð á óvart.Paul Pogba er á meðal þeirra ellefu sem eru í liðinu en hann er eini leikmaðurinn fyrir utan leikmenn Manchester City og Liverpool sem kemst í liðið.Tilkynnt verður um lið ársins á föstudaginn en Daily Mail tók forskot á sæluna og greindi frá því í gærkvöldi. Liðið má sjá hér að neðan.Lið tímabilsins:

EdersonAndrew Robertson

Virgil van Dijk

Aymeric Laporte

Trent Alexander-ArnoldBernardo Silva

Fernadinho

Paul PogbaSadio Mane

Sergio Aguero

Raheem Sterling

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.