Enski boltinn

Fullyrða að leikmennirnir hafi kosið Van Dijk þann besta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Í leik með Liverpool fyrr á leiktíðinni.
Í leik með Liverpool fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Daily Mail fullyrðir í kvöld að Virgil van Djik, varnarmaður Liverpool, verði kjörinn leikmaður tímabilsins á Englandi.

Varnarmaðurinn var á sex manna lista sem gefinn var út á dögunum og nú fullyrðir Daily Mail að Hollendingurinn verði fyrir valinu. Tveir Liverpool-menn voru á listanum en ásamt van Dijk var Sadio Mane á listanum.

Einnig voru Eden Hazard, Sergio Aguero, Raheem Sterling og Bernardo Silva meðal þeirra sex efstu en Daily Mail fullyrðir í kvöld að það verði Van Djik sem verði kjörinn.

Helsti keppinautur Van Dijk í baráttunni um verðlaunin var Raheem Sterling en leikmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni kjósa þann besta.

Þetta er því annað árið í röð sem leikmaður Liverpool vinnur verðlaunin en á síðasta tímabili var það Mohamed Salah sem vann gullið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.