Enski boltinn

Liverpool vann City í úrslitaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-strákarnir fagna bikarmeistaratitlinum.
Liverpool-strákarnir fagna bikarmeistaratitlinum. vísir/getty

Liverpool varð í gær bikarmeistari unglinga eftir sigur á Manchester City í vítaspyrnukeppni, 5-3. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1.

Þessi lið heyja harða baráttu um Englandsmeistaratitilinn og stuðningsmenn Liverpool vonast væntanlega eftir því að sigur strákanna á City í gær sé fyrirboði um það sem koma skal í maí.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var í stúkunni í gær og fylgdist með guttunum spila.

Nabil Touaizi kom City yfir skömmu fyrir hálfleik og markið virtist ætla að duga Manchester-liðinu til sigurs. En þegar fjórar mínútur voru til leiksloka jafnaði Bobby Duncan, frændi Stevens Gerrard, með skoti beint úr aukaspyrnu.

Leikmenn Liverpool nýttu allar sínar spyrnur í vítakeppninni en City-maðurinn Cole Palmer skaut í slá.

Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár og í fjórða sinn alls sem Liverpool vinnur þessa keppni.

Liverpool mætir botnliði Huddersfield Town í fyrsta leik 36. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Með sigri kemst Liverpool á topp deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.