Enski boltinn

Faðir Emilianos Sala látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Horacio Sala fékk hjartaáfall á heimili sínu á þriðjudaginn.
Horacio Sala fékk hjartaáfall á heimili sínu á þriðjudaginn. vísir/getty

Faðir argentínska fótboltamannsins Emilianos Sala er látinn, þremur mánuðum eftir að sonur hans fórst í flugslysi.

Horacio Sala fékk hjartaáfall á heimili sínu á þriðjudaginn. Hann var látinn þegar læknar mættu á svæðið. Hann var 58 ára gamall.

Sala bar son sinn til grafar í febrúar. Hann lést þegar flugvél sem hann var um borð í hrapaði í Ermasund. 

Sala var búinn að ganga frá samningi við Cardiff City og var á leið til velska félagsins þegar hann fórst.

Cardiff keypti Sala fyrir metverð frá Nantes. Félögin hafa undanfarið deilt um hvernig greiðslu fyrir Sala eigi að vera háttað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.