Enski boltinn

Lengsti uppbótartíminn hjá Cardiff

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson spilar með liði Chelsea
Aron Einar Gunnarsson spilar með liði Chelsea vísir/getty

Tölfræðin bendir til þess að Cardiff City eyði mestum tíma allra í ensku úrvalsdeildinni en Brighton minnstum.

Það sauð upp úr á milli starfsliða Chelsea og Burnley þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld. Meðal annars sem þar fór fram var að Chelsea sakaði Burnley um að eyða tíma, ekki bara í þessum leik heldur að það væri einkenni Burnley.

Staðarmiðillinn Burnley Express fór í það að reyna að komast að því hvort fótur væri fyrir ásökunum Chelsea. Með hjálp frá tölfræði bettingexpert komst blaðamaður að því hver meðaluppbótartími liðanna hafi verið í vetur.

Brighton, sem berst fyrir lífi sínu í deildinni, er með minnstan uppbótartíma allra og má því túlka það þannig að þeir eyði minnstum tíma, þó þurfi að sjá þetta með nokkrum fyrirvara þar sem meiðsli og skiptingar spila oft stærra hlutverk í uppbótartímanum en tímaeyðsla.

Chelsea er það lið af topp sex liðunum sem er hæst á listanum, í tíunda sæti með 6 mínútur og 32 sekúndur í uppbótartíma. Það er níu sekúndum meira að meðaltali en Manchester Untied sem er næst hæst af toppliðunum.

Meðaltal Burnley er aðeins þremur sekúndum hærra en meðaltal Chelsea, svo að því gefnu að uppbótartíminn vísi til tímaeyðslu þá er lítill fótur fyrir ásökunum Chelsea.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sitja nokkuð örugglega í fyrsta sæti listans með 7:16 mínútur að meðaltali í uppbótartíma í leik.

Meðaluppbótartími
1. Cardiff - 7:16 mín
2. Wolves - 7:02 mín
3. West Ham - 7:01 mín
4. Bournemouth - 6:58 mín
5. Everton - 6:50 mín
6. Watford - 6:41 mín
7. Crystal Palace - 6:41 mín
8. Burnley - 6:35 mín
9. Leicester - 6:33 mín
10. Chelsea - 6:32 mín
11. Southampton 6:32 mín
12. Newcastle - 6:29 mín
13. Huddersfield - 6:28 mín
14. Manchester United - 6:23 mín
15. Arsenal - 6:22 mín
16. Manchester City - 6:21 mín
17. Tottenham - 6:18 mín
18. Liverpool - 6:17 mín
19. Fulham - 6:16 mín
20. Brighton - 6:12 mínAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.