Lucas Moura með þrennu í sigri Tottenham

Dagur Lárusson skrifar
Lucas fagnar fyrra marki sínu.
Lucas fagnar fyrra marki sínu. vísir/getty
Lucas Moura skoraði tvö mörk Tottenham í 3-0 sigri á Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni en með sigrinum komst Tottenham aftur í þriðja sætið.

 

Tottenham bar sigurorð á Manchester City í vikunni í Meistaradeildinni en það eina neikvæða við þann leik fyrir Tottenham var að Harry Kane meiddist og er að öllum líkindum frá út tímabilið. Það var því Fernando Llorente sem byrjaði sem fremsti maður hjá Tottenham.

 

Eins og við var að búast þá voru áherslur liðsmanna Huddersfield aðallega á varnarleikinn og því voru fyrstu tuttugu mínútur leiksins ekki með mikið af færum. 

 

Það var hinsvegar á 25. mínútu leiksins þar sem Victor Wanyama slapp inn fyrir vörn Huddersfield, lék á markmanninn og skoraði fyrsta mark leiksins. Aðeins þremur mínútum seinna var staðan orðin 2-0 en þá skoraði Lucas Moura annað mark Tottenham eftir undirbúning frá Moussa Sissoko.

 

Lucas Moura var síðan í miklu stuði undir lokin í seinni hálfleiknum og skoraði tvívegis og endaði því leikinn með þrennu en seinna mark hans kom eftir flottan undirbúning Son sem kom inná af varamannabekknum. Lokastaðan 4-0 fyrir Tottenham sem er komið í þriðja sætið á ný með 67 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira