Gylfi og félagar töpuðu á Craven Cottege

Dagur Lárusson skrifar
Gylfi í leiknum.
Gylfi í leiknum. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu 2-0 fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Ryan Babel var á skotskónum.

 

Everton hefur gengið vel uppá síðkastið og hefur m.a. unnið leiki gegn Chelsea og Arsenal. Frammistaða liðsins í dag var hinsvegar ekki uppá marga fiska.

 

Eftir markalausann fyrri hálfleik þá mættu liðsmenn Fulham ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu forystunni strax á 46. mínútu en það var Tom Cairney sem skoraði markið.

 

Eftir markið voru liðsmenn Fulham meira og minna með völdin á vellinum og náðu að skora annað mark á 69. mínútu en þá skoraði Ryan Babel. Fleiri mörk voru ekki skoruð og sigur Fulham því staðreynd.

 

Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma en þar fór Bournemouth með sigur af hólmi gegn Brighton þar sem Dan Gosling, Ryan Fraser, David Brooks, Callum Wilson og Junior Stanislas skoruðu mörk Bournemouth í 0-5 sigri. Burnley vann síðan Íslendingaslaginn þar sem Chris Wood skoraði tvívegis. Aron Einar var í byrjunarliði Burnley á meðan Jóhann Berg var á bekknum hjá Burnley. 

 

Southampton vann síðan gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni gegn Wolves þar sem Nathan Redmond skoraði tvívegis og Shane Long einu sinni í 3-1 sigri.

 

 

Úrslit dagsins:

 

Brighton 0-5 Bournemouth

Burnley 2-0 Cardiff City

Fulham 2-0 Everton

Southampton 3-1 Wolves

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira