Wood skoraði tvívegis í sigri Burnley á Cardiff

Dagur Lárusson skrifar
Chris Wood.
Chris Wood. vísir/getty
Chris Wood tryggði Burnley stigin þrjú í Íslendingaslagnum á botni ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

 

Bæði lið þurftu á þremur stigum að halda í dag og því var mikið undir.

 

Chris Wood skoraði bæði mörk leiksins. Það fyrra á 33. mínútu og það seinna í uppbótartíma. Liðsmenn Cardiff reyndu hvað þeir gátu að jafna metin þegar staðan var 1-0 en allt kom fyrir ekki og skoraði Burnley annað mark.

 

Aron Einar spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff á meðan Jóhann Berg sat allan leikinn á varamannabekknum. Eftir leikinn er Burnley komið með 39 stig og situr í fjórtánda sæti deildarinnar.

 

Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma en Fulham fór með sigur af hólmi gegn Gylfa og félögum í Everton þar sem Ryan Babel var á skotskónum. Bournemouth með sigur af hólmi gegn Brighton þar sem Dan Gosling, Ryan Fraser, David Brooks, Callum Wilson og Junior Stanislas  skoruðu mörk Bournemouth í 0-5 sigri.

 

Southampton vann síðan gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni gegn Wolves þar sem Nathan Redmond skoraði tvívegis og Shane Long einu sinni í 3-1 sigri.

 

 

Úrslit dagsins:

 

Brighton 0-5 Bournemouth

Burnley 2-0 Cardiff City

Fulham 2-0 Everton

Southampton 3-1 Wolves

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira