Enski boltinn

Hausverkur Pochettino eftir ótrúlega frammistöðu Moura

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moura og Pochettino á góðri stundu.
Moura og Pochettino á góðri stundu. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vonast eftir því að þrenna Lucas Moura gegn Huddersfield í gær muni hjálpa honum að fylla skarð Harry Kane sem meiddist á dögunum.

Kane fór útaf meiddur í Meistaradeildinni í síðustu viku og verður hann líklega frá út tímabilið. Því fékk Moura tækifæri í dag og hann þakkaði traustið með þremur mörkum þrátt fyrir að flestir héldu að það yrðu Son Heung-Min sem myndi taka yfir leikinn.

„Fótboltinn gengur hratt og eftir leikinn er Harry meiddist þá héldu allir að Sonny myndi vera maðurinn og stíga upp en við sáum þrennu Moura í dag. Þetta var ótrúlegt kvöld fyrir han,“ sagði Pochettino í leikslok.

„Leikmennirnir þurfa að geta spilað til þess að sýna þeirra hæfilieka og það er þess vegna sem sumir stjórar eru stundum ósáttir þegar fólk talar um þegar það er rót á liðinu.“

„Ég er svo ánægður. Frammistaðan var fagleg. Ég er ánægður með þrjú mörk Lucas. Þetta mun hjálpa honum og veita honum sjálfstraust.“

Eftir leikinn ræddu þeir Ledley King og Jamie Redknapp, fyrrum leikmenn Tottenham og sérfræðingar Sky Sports, um frammistöðu Morua en þeir voru báðir sammála um að þetta væri hausverkur fyrir Pochettino.

Liðið mætir Manchester City á útivelli á miðvikudaginn er liðin mætast í síðari leik liðanna í átta liða úrslitunum. Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×