Erlent

American Airlines framlengir kyrrsetningu MAX 8

Sylvía Hall skrifar
Ákvörðunin er sögð hafa áhrif á allt að 115 flug daglega.
Ákvörðunin er sögð hafa áhrif á allt að 115 flug daglega. Vísir/Getty
Flugfélagið American Airlines hefur ákveðið að framlengja kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 véla félagsins fram yfir sumartímann og fara þær því í loftið í fyrsta lagi um miðjan ágúst. BBC greinir frá.

Ákvörðunin var tekin með það í huga að efla traust viðskiptavina til flugfélagsins yfir háannatíma sumarsins. Ráðamenn innan fyrirtækisins segjast hafa trú á því að uppfærsla Boeing á stýrikerfi vélanna verði samþykkt fyrir 19. ágúst þrátt fyrir ákvörðun um að kyrrsetja tuttugu og fjórar vélar fram að því.

Áætlað er að ákvörðunin muni hafa áhrif á allt að 115 flug daglega samkvæmt Reuters en önnur flugfélög á borð við Southwest Airlines og United Airlines hafa tekið samskonar ákvarðanir og munu kyrrsetja sínar vélar í það minnsta fram að júnímánuði.

Umræddar vélar hafa verið mikið til umræðu eftir að tvær Boeing 737 MAX 8 vélar fórust með fimm mánaða millibili og eru slysin rakin til galla í hugbúnaði vélanna sem á að koma í veg fyrir ofris. Alls létust 346 manns í slysunum.


Tengdar fréttir

Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla

Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×