Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 09:00 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019 Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30