Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 10:15 Boeing ætlar að gefa út hugbúnaðaruppfærslu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu. Vísir/EPA Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48