Erlent

Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vél af gerðinni Boeing 737-Max í litum Ethiopian Airlines.
Vél af gerðinni Boeing 737-Max í litum Ethiopian Airlines. Stephen Brashear/Getty
Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. Alls fórust 157 í slysinu.

Trjóna flugvélarinnar hóf að leita niður á við nokkrum mínútum eftir flugtak, líkt og komið hefur fram, en þá var vélin aðeins í um 450 feta hæð, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal.



Þá hafi flugmaðurinn Ahmed Nur Mohammed sett sig í samband við flugstjórnarturn og tilkynnt um „flugstjórnarvandamál“. Hann hafi jafnframt reynt ítrekað að koma flugvélinni aftur á réttan kjöl. Einn flugmannanna er þá sagður hafa hrópað „Hífðu upp! Hífðu upp!“ (e. Pitch up! Pitch up!) þegar flugvélin byrjaði að hrapa.

Wall Street Journal greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum flugslysarannsakenda í gær en hefur nýjustu upplýsingar einnig eftir stjórnendum flugfélagsins og flugmönnum.

Þá hefur áður komið fram að sama sjálfstýringarkerfi og talið er hafa átt þátt í hrapi flugvélar Lion Air á Indónesíu í haust hafi farið sjálfkrafa í gang rétt áður en vél Ethiopian Airlines fórst.


Tengdar fréttir

Skýrsla um 737 MAX-slysið væntanleg í vikunni

Starfsmenn eþíópíska samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar um flugslys Ethiopian Airlines muni ligga fyrir í þessari viku.

Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi

Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×