Íslenski boltinn

Vítaspyrnukeppni í Boganum og Blikarnir í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna.
Blikarnir fagna. vísir/bára

Breiðablik mætir Val í úrslitaleik Lengjubikars kvenna eftir að hafa klárað Þór/KA í síðari undanúrslitarimmunni í Boganum í kvöld. Lokatölur 3-3 í venjulegum leiktíma og 7-6 eftir vító.

Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA undir lok fyrri hálfleiks en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir jafnaði metin fyrir Íslands- og bikarmeistarana í upphafi síðari hálfleiks.

Karen María Sigurgeirsdóttir kom Þór/KA aftur yfir á 53. mínútu en Agla María Albertsdóttir jafnaði á 79. mínútu. Allt stefndi í 3-2 jafntefli en Lára Kristín Pedersen kom Akureyrarliðinu yfir í þriðja sinn í uppbótartíma.

Dramatíkinni var ekki lokið. Arna Sif Ásgrímsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur 3-3. Það er engin framlenging í Lengjubikarnum og því var farið strax í vítaspyrnukeppni.

Stephany Mayor og Arna Sif klúðruðu sínum vítum hjá Þór/KA en Kristín Dís Árnadóttir skoraði klúðraði sínu víti fyrir Blika og því eru Blikarnir komnir í úrslitaleikinn. Þar mæta þær Val.

Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.