Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa í þriggja leikja bann fyrir ljóta tæklingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gomes í leiknum gegn Fulham um helgina.
Gomes í leiknum gegn Fulham um helgina. vísir/getty
Andre Gomes, leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir atvik sem gerðist í leik Everton gegn Fulham síðasta laugardag.

Everton tapaði leiknum 2-0 eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð en Gomes stappaði á Aleksandar Mitrovic undir lok leiksins. Dómari leiksins sá ekki atvikið.

Því var það tekið fyrir á fundi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem hefur nú dæmt Gomes í þriggja leikja bann.







Gomes hafði fram á fimmtudagskvöldið til þess að mótmæla dómnum en það gerði hann ekki. Hann sætti sig við bannið og verður því ekki með Everton í leikjum gegn Manchester United, Crystal Palace og Burnley.

Hann getur því spilað með Everton í síðasta leik tímabilsins er þeir mæta Tottenham en Gomes er á láni frá Barcelona. Hann hefur spilað 28 leiki og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×