Enski boltinn

Guardiola kom ekki til City til þess að vinna Meistaradeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola í leik City um síðustu helgi.
Guardiola í leik City um síðustu helgi. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé ekki rétt að hann hafi komið til City til þess að vinna Meistaradeildina heldur væri það bara enn ein rósin í hnappagatið.

City er 1-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin mætast aftur annað kvöld, nú á heimavelli City.

Guardiola náði ekki að vinna Meistaradeildina með Bayern Munchen en hann náði tveimur Meistaradeildartitlum með Barcelona áður en hann hætti þar.

„Ég veit að fólk segir að ég kom hingað til að vinna Meistaradeildina en til þess að vera hreinskilinn kom ég ekki hingað til þess að vinna Meistardaeildina,“ sagði Guardiola.

„Ég kom hingað til þess að spila fótboltann sem liðið hefurf spilað síðustu tuttugu mánuði. Það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Auðvitað vil ég hins vegar vinna Meistaradeildina.“

„Ég var hjá stóru félagi, Bayern Munchen, og eftir þrjú tímabil hafði ég unnið allt nema Meistaradeildina. Það mistókst. Ég verð að lifa með því en það er ekki stórt vandamál.“

„Það er þess vegna sem ég hef sagt að Meistaradeildin er mikilvægasti titillinn fyrir mig. Þar þarftu að sýna hvern einasta dag að þú ert klár,“ sagði Spánverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×