Enski boltinn

Ungir strákar frá einu sögufrægasta liði Englands burstuðu Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boltinn fór sjö sinnum í netið í leiknum.
Boltinn fór sjö sinnum í netið í leiknum. vísir/getty
Luton Town er eitt elsta félagið á Englandi og þeir eru með yngri flokka starf sem er heldur betur að gera það gott.

Undir átta ára lið félagsins var í dögunum á móti í Dortmund þar sem liðið spilaði við hvert stórliðið á fætur öðru.







Ungu strákarnir frá þessu C-deildarfélagi á Englandi gerðu sér lítið fyrir og unnu stórveldið, Juventus, 6-1 í úrslitaleiknum.

Luton er á leið upp í ensku B-deildina en þeir eru með sjö stiga forskot á Sunderland sem er í þriðja sætinu. Tvö efstu liðin fara upp um deild en fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×