Benteke fann skotskóna á ný í sigri Palace

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty

Arsenal varð af mikilvægum stigum í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Crystal Palace sótti sigur á Emirates völlinn.

Gestirnir í Palace skoruðu fyrsta markið á 17. mínútu, það gerði Christan Benteke með fyrsta marki sínu síðan fyrir ári síðan. Hann skallaði fyrirgjöf Luka Milivojevic í netið.

Mesut Özil jafnaði metin strax og flautað var til seinni hálfleiks en Palace gerði tvö mörk á átta mínútna kafla og kom sér í vænlega stöðu. Mörkin gerðu Wilfried Zaha og James McArthur.

Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn á 77. mínútu en leikmenn Palace héldu út og fóru með 3-2 sigur.

Arsenal situr enn í fjórða sæti deildarinnar en er jafnt að stigum og Chelsea í fimmta sætinu og aðeins tveimur stigum á undan Manchester United.

Viðtal við Unai Emery


Viðtal við Roy Hodgson


Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.