Benteke fann skotskóna á ný í sigri Palace

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Arsenal varð af mikilvægum stigum í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Crystal Palace sótti sigur á Emirates völlinn.

Gestirnir í Palace skoruðu fyrsta markið á 17. mínútu, það gerði Christan Benteke með fyrsta marki sínu síðan fyrir ári síðan. Hann skallaði fyrirgjöf Luka Milivojevic í netið.

Mesut Özil jafnaði metin strax og flautað var til seinni hálfleiks en Palace gerði tvö mörk á átta mínútna kafla og kom sér í vænlega stöðu. Mörkin gerðu Wilfried Zaha og James McArthur.

Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn á 77. mínútu en leikmenn Palace héldu út og fóru með 3-2 sigur.

Arsenal situr enn í fjórða sæti deildarinnar en er jafnt að stigum og Chelsea í fimmta sætinu og aðeins tveimur stigum á undan Manchester United.

Viðtal við Unai Emery


Viðtal við Roy Hodgson


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira