Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 21:23 Barr ætlar að ræða efni Mueller-skýrslunnar í fyrramálið, áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér hana. Vísir/EPA Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15