Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 21:23 Barr ætlar að ræða efni Mueller-skýrslunnar í fyrramálið, áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér hana. Vísir/EPA Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent