Enski boltinn

Særðir City-menn mæta Spurs í þriðja sinn á tólf dögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Llorente skorar markið sem tryggði Tottenham sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Llorente skorar markið sem tryggði Tottenham sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty

Manchester City getur komist á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Tottenham í fyrsta leik dagsins. Þetta er þriðji leikur liðanna á aðeins tólf dögum.

City á harma að hefna gegn Spurs eftir að Lundúnaliðið sló Englandsmeistarana úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni.

City vann leikinn á Etihad á miðvikudaginn, 4-3, en Spurs vann fyrri leikinn, 1-0, og fór áfram í undanúrslit á útivallarmörkum.

City hefur unnið níu deildarleiki í röð og vinni liðið Spurs á Etihad kemst það á toppinn, allavega fram til morguns þegar Liverpool sækir Cardiff City heim.

Fimm aðrir leikir fara fram í dag. Brighton, sem er í mikilli fallhættu, tekur á móti Wolves sem er í baráttu um Evrópusæti.

Leicester City, sem hefur verið á góðri siglingu eftir að Brendan Rodgers tók við liðinu, sækir West Ham heim. Leicester er í Evrópubaráttu en West Ham siglir lygnan sjó.

Liðin sem eru fallin, Fulham og Huddersfield Town, verða bæði í eldlínunni. Fulham mætir Bournemouth á útivelli á meðan Huddersfield fær Watford í heimsókn.

Í síðasta leik dagsins mætast svo Newcastle United og Southampton á St. James' Park. Bæði lið eru svo gott sem búin að bjarga sér frá falli eftir fínt gengi að undanförnu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.