Enski boltinn

„Frá einu sjónarhorni er þetta hendi en kannski ekki frá sjónarhorni dómarans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola gráti nær í kvöld.
Guardiola gráti nær í kvöld. vísir/getty

Hann var sár og svekktur Pep Guardiola sem ræddi við fjölmiðla eftir að Manchester City datt úr leik í Meistaradeild Evrópu i kvöld eftir magnað einvígi við Tottenham.

„Þetta er grimmt en svona er þetta og við þurfum að sætta okkur við það. Eftir tuttugu mínútur vorum við að vinna 3-2,“ sagði Pep Guardiola í samtali við BBC Radio Live í leikslok. Súr í bragði, eðlilega.

„Í síðari hálfleik sköpuðum við nóg af færum og skoruðum mörkin sem við þurftum en því miður var endirinn ekki góður. Til lukku Tottenham og gangi þeim vel í undanúrslitunum.“

VAR kom heldur betur við sögu í kvöld en markið sem skaut Tottenham áfram var dæmt gott og gilt. Mark City í uppbótartíma var hins vegar dæmt af. Þetta hafði Guardiola að segja um þá dóma:

„Ég sty VAR en kannski frá einu sjónarhorni er markið hjá Llorente hendi en kannski ekki frá sjónarhorni dómarans,“ áður en hann snéri sér að atvikinu í uppbótartímanum.

„Ég sá þetta og fólkið upp í stúku ákvað að þetta var rangstaða. Við klúðrum víti í fyrtsa leiknum en ég er ánægður af leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Ég hef ekki heyrt eins mikinn hávaða síðan ég kom til Manchester en fótboltinn er óútreiknarlegur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.