Enski boltinn

Voru næstum úr leik eftir fjórar umferðir í riðlakeppninni: Fjórum mánuðum síðar í undanúrslitum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Llorente fagnar í gær.
Llorente fagnar í gær. vísir/getty

Tottenham er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir frábæran knattspyrnuleik gegn Manchester City í gærkvöldi. Lokatölur 4-3.

Tottenham vann fyrir leikinn 1-0 og var í fínni stöðu fyrir síðari leikinn en leikurinn í gærkvöldi var stórkostlegur. Staðan var 2-2 eftir tuttugu mínútur.

Lundúnarliðið náði hins vegar að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þegar litið er til baka í riðlakeppnina voru þeir ekki langt frá því að detta út á þeim stað í keppninni.

Liðið var einungis tólf mínútum frá því að detta út en í fjórðu umferðinni í riðlinum spiluðu þeir við PSV og voru næstum því dottnir úr leik eftir að hafa verið undir á heimavelli. Þeir snéru taflinu við og redduðu sér.

Tottenham og Inter enduðu bæði með átta stig í riðlinum og með sama markahlutfall en Tottenham skoraði fleiri mörk. Munaði mjóu en nú nokkrum mánuðum síðar er liðið komið í undanúrslitin gegn Ajax.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.