Fótbolti

Sjáðu alla dramatíkina á Etihad og fjögur mörk Liverpool í Portúgal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino og Llorente glaðir í leikslok.
Pochettino og Llorente glaðir í leikslok. vísir/getty

Liverpool og Tottenham eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðari viðureigninnar í átta liða úrslitunum fóru fram í kvöld.

Liverpool vann auðveldan 4-1 sigur á Porto í síðari leik liðanna eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0. Rauðklædda Bítlaborgarliðið mætir Barcelona í undanúrslitunum.

Það var hins vegar meiri spenna og fjör á Englandi þar sem Manchester City vann 4-3 sigur á Tottenham í frábærum knattspyrnuleik en sigurinn dugði City ekki til þess að komast áfram.

City vantaði eitt mark í viðbót til þess að koma sér áfram því Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 og var dramatíkin mikil undir lokin. City skoraði en það var svo dæmt af vegna rangstöðu.

Það og meira til má sjá hér að neðan.

Porto - Liverpool 1-4:

Klippa: Porto - Liverpool 1-4

Man. City - Tottenham 4-3:

Klippa: Manchester City - Tottenham 4-3


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.