Enski boltinn

Guardiola: Verðum að vinna alla okkar leiki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, segir að staðan sé mjög einföld. Ef Man. City ætlar sér að vinna enska meistaratitilinn þá verði liðið að vinna alla þá leiki sem liðið á eftir.

City er stigi á undan Liverpool og hver mistök verða dýr fyrir bæði lið. City á eftir að spila við Crystal Palace (úti), Tottenham (heima), Man. Utd (úti), Burnley (úti), Leicester (heima) og Brighton á útivelli.

„Tilfinningin er sú að ef við töpum einhverjum stigum þá verðum við ekki meistarar,“ sagði Guardiola en eins og sjá má að ofan á liðið eftir erfiða leiki.

City skellti Cardiff 2-0 í gær en Pep var svekktur yfir því að liðið hans skildi ekki hafa skorað fleiri mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×