Tíu ár frá draumafrumraun Macheda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 12:00 Macheda fagnar markinu fræga. vísir/getty Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira