Tíu ár frá draumafrumraun Macheda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 12:00 Macheda fagnar markinu fræga. vísir/getty Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira