Tíu ár frá draumafrumraun Macheda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2019 12:00 Macheda fagnar markinu fræga. vísir/getty Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Í dag, 5. apríl 2019, eru tíu ár síðan Federico Macheda skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði sigurmark Manchester United gegn Aston Villa í sínum fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Markið kom á mikilvægum tíma og skipti sköpum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fáir kunnu deili á Macheda þegar Sir Alex Ferguson setti þennan 17 ára Ítala inn á fyrir Nani eftir rúman klukkutíma í leik United og Villa á Old Trafford sunnudaginn 5. apríl 2009. United hafði tapað tveimur leikjum í röð og var 1-2 undir á móti Villa. Daginn áður hafði Liverpool minnkað forskot United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 0-1 útisigri á Fulham og því var staða Ferguson og félaga viðkvæm. Ronaldo jafnaði fyrir United á 81. mínútu með sínu öðru marki í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var röðin komin að Macheda. Hann fékk boltann frá Ryan Giggs, sneri skemmtilega með boltann og skrúfaði hann svo í fjærhornið framhjá Brad Friedel í marki Villa. Macheda ærðist af fögnuði sem og allir stuðningsmenn United. Just listen to that roar#OnThisDay 10 years ago, Federico Macheda scored the winner against Villa!pic.twitter.com/WAKhrXMyoH — Manchester United (@ManUtd) April 5, 2019 Eftir þennan dramatíska sigur leit United aldrei í baksýnisspegilinn. Þeir fóru á mikið flug, unnu næstu sex deildarleiki og eftir markalaust jafntefli við Arsenal í næstsíðustu umferðinni var átjándi Englandsmeistaratitilinn í höfn. United jafnaði þar með titlafjölda Liverpool. Hvað Macheda varðar skoraði hann í næsta deildarleik United, 1-2 sigri á Sunderland, og kom við sögu í nokkrum leikjum það sem eftir lifði tímabils. Ítalanum tókst þó engan veginn að fylgja frumrauninni ótrúlegu eftir. Hann skoraði aðeins þrjú mörk fyrir United eftir tímabilið 2008-09 og var lánaður til fjölmargra félaga á næstu árum. Macheda átti erfitt uppdráttar nánast alls staðar þar sem hann fór og ferilinn, sem byrjaði svo vel, fór aldrei almennilega af stað. Macheda yfirgaf United þegar samningur hans rann út sumarið 2014. Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari hans í varaliði United og núverandi þjálfari aðalliðsins, fékk sinn gamla leikmann til Cardiff City. Þar gat sá ítalski lítið og skoraði aðeins átta mörk í 33 leikjum fyrir velska liðið. Í dag leikur hinn 27 ára Macheda með Panathinaikos í Grikklandi. Hann hefur skorað átta mörk í 24 leikjum með liðinu.Macheda í leik með Cardiff. Hann gerði engar rósir í velsku höfuðborginni.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira