Enski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Everton þriðja sigurinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Everton-menn fagna Jagielka.
Everton-menn fagna Jagielka. vísir/getty
Phil Jagielka skoraði eina mark leiksins þegar Everton tók á móti á Arsenal í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Jagielka átti ekki að vera í byrjunarliði Everton en var kallaður inn á síðustu stundu eftir að Michael Keane veiktist.

Hann þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið á 10. mínútu. Þetta var fyrsta mark Jagielka í tvö ár.

Everton er í 9. sæti deildarinnar en Arsenal í því fjórða.

Markið sem Jagielka skoraði má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: FT Everton 1 - 0 Arsenal







Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×