Mesta skothríð Gylfa á ferlinum var á móti Arsenal í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Arsenal í gær. Getty/Simon Stacpoole Við fengum ekki íslenskt mark í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í gær en aftur á móti nóg af íslenskum markskotum á Goodison Park í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að skora sjálfur eða leggja upp mark á móti Arsenal á Goodison Park í gær en það var ekki vegna þess að hann reyndi ekki. Gylfi setti nýtt persónulegt met í leiknum með því að reyna sjö skot að marki Arsenal-liðsins en hann var með jafnmörg skot í leiknum og allir leikmenn Arsenal liðsins til samans.Gylfi Sigurdsson had as many shots (7) as the entire Arsenal team combined at Goodison Park on Sunday afternoon. He also created four chances, the most on the pitch. pic.twitter.com/E1xTimYJGk — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi getur samt verið smá svekktur út í sjálfan sig með því að gera ekki betur í nokkrum færa sinna í leiknum en í seinni hálfleiknum hefði hann getað farið langt með að innsigla sigur Everton en hitti boltann ekki nægilega vel. Það kom þó ekki að sök því Everton hélt út og vann 1-0 sigur á Arsenal. Gylfi var ekki aðeins að reyna að skora sjálfur því fjórum sinnum spilaði hann liðsfélaga sína í færi en enginn þeirra náði að skora. Gylfi fékk því ekki stoðsendingu en var með þessar fjórar lykilsendingar sem var það mesta hjá öllum á vellinum. Gylfi var því sá leikmaður leiksins sem bæði skaut oftast að marki og sá sem bjó til flest færi. Engin af þessum ellefu tilraunum Gylfa (sjö skot og fjórar lykilsendingar) skiluðu marki en okkar maður var allt í öllu í þessum þriðja sigurleik Everton-liðsins í röð.Everton 1-0 Arsenal FT: Shots: 23-7 Pass accuracy: 78%-80% Chances created: 14-5 Possession: 43%-57% Fouls conceded: 8-9 Three wins in a row for the Toffees. pic.twitter.com/bGK7VmD6dU — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi hafði komið að marki í fyrstu tveimur leikjunum í sigurgöngunni en Everton er ekki aðeins með 9 stig út úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni heldur er liðið einnig með hreint mark í þeim. Gylfi er áfram með tólf mörk og fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en enginn leikmaður Everton hefur komið að fleiri mörkum. Gylfi hefur skorað jafnmörg mörk og Brasilíumaðurinn Richarlison. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik á Goodison Park í gær:Klippa: FT Everton 1 - 0 Arsenal Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Sjá meira
Við fengum ekki íslenskt mark í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í gær en aftur á móti nóg af íslenskum markskotum á Goodison Park í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að skora sjálfur eða leggja upp mark á móti Arsenal á Goodison Park í gær en það var ekki vegna þess að hann reyndi ekki. Gylfi setti nýtt persónulegt met í leiknum með því að reyna sjö skot að marki Arsenal-liðsins en hann var með jafnmörg skot í leiknum og allir leikmenn Arsenal liðsins til samans.Gylfi Sigurdsson had as many shots (7) as the entire Arsenal team combined at Goodison Park on Sunday afternoon. He also created four chances, the most on the pitch. pic.twitter.com/E1xTimYJGk — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi getur samt verið smá svekktur út í sjálfan sig með því að gera ekki betur í nokkrum færa sinna í leiknum en í seinni hálfleiknum hefði hann getað farið langt með að innsigla sigur Everton en hitti boltann ekki nægilega vel. Það kom þó ekki að sök því Everton hélt út og vann 1-0 sigur á Arsenal. Gylfi var ekki aðeins að reyna að skora sjálfur því fjórum sinnum spilaði hann liðsfélaga sína í færi en enginn þeirra náði að skora. Gylfi fékk því ekki stoðsendingu en var með þessar fjórar lykilsendingar sem var það mesta hjá öllum á vellinum. Gylfi var því sá leikmaður leiksins sem bæði skaut oftast að marki og sá sem bjó til flest færi. Engin af þessum ellefu tilraunum Gylfa (sjö skot og fjórar lykilsendingar) skiluðu marki en okkar maður var allt í öllu í þessum þriðja sigurleik Everton-liðsins í röð.Everton 1-0 Arsenal FT: Shots: 23-7 Pass accuracy: 78%-80% Chances created: 14-5 Possession: 43%-57% Fouls conceded: 8-9 Three wins in a row for the Toffees. pic.twitter.com/bGK7VmD6dU — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi hafði komið að marki í fyrstu tveimur leikjunum í sigurgöngunni en Everton er ekki aðeins með 9 stig út úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni heldur er liðið einnig með hreint mark í þeim. Gylfi er áfram með tólf mörk og fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en enginn leikmaður Everton hefur komið að fleiri mörkum. Gylfi hefur skorað jafnmörg mörk og Brasilíumaðurinn Richarlison. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik á Goodison Park í gær:Klippa: FT Everton 1 - 0 Arsenal
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti