Enski boltinn

Mohamed Salah, ert þetta þú?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki sínu ber að ofan með þeim Andy Robertson og Jordan Henderson.
Mohamed Salah fagnar marki sínu ber að ofan með þeim Andy Robertson og Jordan Henderson. Getty/Mike Hewitt
Dejan Lovren er mikill húmoristi og hefur sannað það margoft á samfélagsmiðlum. Færsla hans frá helginni fékk líka marga til að brosa.

Mohamed Salah fann aftur markaskóna sína í sigurleik Liverpool á Southampton á föstudagskvöldið en hafði þá ekki skorað síðan í febrúar.

Salah fagnaði líka markinu með miklum tilþrifum en það er ekki á hverjum degi sem við sjáum Egyptann sýna svona miklar tilfinningar.

Liðsfélagi hans Dejan Lovren fékk að koma inn á undir lokin til að hjálpa við að landa sigrinum en króatíski miðvörðurinn hefur lítið spilað með Liverpool síðan að hann meiddist á móti Manchester City í byrjun ársins.

Á leiðinni heim frá Southampton þá var Dejan Lovren með snjallsímann sinn á lofti eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hann hitti nefnilega mann sem hann kannaðist vel við og hafði fagnað með góðum sigri ekki svo löngu áður. Eða eins og Dejan Lovren orðaði það: Mohamed Salah, ert þetta þú?













Með myndbandinu þá skrifaði Dejan Lovren ekkert minna fyndinn texta. „Hann vildi frá smá tíma fyrir sjálfan sig og fór því á hjólinu sínu heim frá Southampton. Hann náði að klára á mettíma til Liverpool eða ellefu tímum og 52 mínútum,{ skrifaði Dejan Lovren og bætti við þremur broskörlum.

Dejan Lovren hafði áður skotið aðeins á Mohamed Salah með því að birta mynd af Egyptanum fagna marki sínu berum að ofan og segja að Mo hafi beðið hann um að skella þeirri mynd inn á Instagram. Sú færsla er hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×