Hazard afgreiddi West Ham og skaut Chelsea í þriðja sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard fagnar í kvöld.
Hazard fagnar í kvöld.
Eden Hazard var hetja Chelsea sem vann mikilvægan 2-0 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra mark Hazard var af dýrari gerðinni.

Chelsea er í mikilli baráttu um að tryggja sér eitt af fjórum efstu sætunum og var því mikið undir hjá þeim bláklæddu í kvöld gegn West Ham sem hefur ollið vonbrigðum á leiktíðinni.

Fyrra markið kom á 24. mínútu en markið var ansi fallegt. Belginn dansaði framhjá hverjum varnarmanni West Ham á fætur öðrum og kom svo boltanum framhjá Lukasz Fabianski í marki West Ham.







Staðan var 1-0 í hálfleik og West Ham var aðeins að ná að pressa heimamenn til baka. Þeir náðu þó ekki að skora og annað mark Chelsea skoraði Hazard í uppbótartíma með öðru laglega skoti. Lokatölur 2-0.

Chelsea er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig en liðin þrjú fyrir neðan þá; Tottenham (64 stig), Arsenal (63 stig) og Manchester United (61 stig) eiga öll leiki til góða.

West Ham er í ellefta sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira