Erlent

Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Michel Temer, fyrrum forseti Brasilíu.
Michel Temer, fyrrum forseti Brasilíu. Getty/Victor J. Blue
Fyrrum forseti Brasilíu, Michel Temer, hefur verið handtekinn í tengslum við víðtæka rannsókn um spillingu í Brasilíu.

Temer sat sem forseti frá árinu 2016-2018 og verið er að rannsaka hann vegna nokkurra mála en hann hefur ítrekað neitað því að hafa gert nokkuð rangt. Talið er að ekki hafi verið hægt að komast hjá handtökunni eftir að hann missti lögvernd sína sem forseti.

Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við þessa aðgerð, sem kallast „bílaþvottaaðgerðin“, bæði stjórnmálafólk og viðskiptafólk.

Temer tók við forsetaembættinu í ágúst 2016 eftir að Dilmu Rousseff var vísað úr starfi. Hún var einnig ákærð í tengslum við „bílaþvottaaðgerðina.“

Luiz Inácio Lula da Silva sem var forseti Brasilíu 2003-2011 afplánar nú 12 ára dóm vegna spillingar, en mál hans var einnig hluti af „bílaþvottaaðgerðinni“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×